Skráning í smiðjur

Boðið verður upp á danssmiðju og hönnunarsmiðju á LÚR-festival.

Hönnunarsmiðja – ALLT ÚR ENGU

Farið verður í fyrirtæki og leitað í afskurði og öðrum afgöngum sem til falla og þeim fundið nýtt hlutverk.

Unnið verður með efnið og hugmyndir þróaðar um hvernig megi endurvinna og skapa eitthvað úr því sem annars yrði hent.  Smiðjan verður að þessu sinni í Netagerðinni á Grænagarði þar sem Magni Guðmundsson netagerðarmaður og Elísabet Gunnarsdóttir munu leiða sköpunar- og framleiðsluferlið og aðstoða þátttakendur.

Smiðjan er á eftirfarandi tíma og er aðgangur ókeypis

Föstudaginn 13. júní kl. 10-13:00

Skráning hérna. 

SHÄR danssmiðja

SHÄR er dans og kvikmynda verkefni sem var hrint í framkvæmd af ungum listamönnum frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Um er að ræða danshópana Blauba (SE), Raven (IS) og kvikmyndasamtökin. Markmið verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi.

Hugmyndin er að dans eigi að vera aðgengilegri og sýnilegri utan höfuðborgarsvæðisins. Við viljum fanga athygli almennings og kynna fólk fyrir fjölbreytileika dansins, og þar með auka vitund og skilning á dansi.

SHÄR samanstendur af þremur mismunandi þáttum: dansverkið EVRÍVÄR, sem er ætlað öllum og getur verið sýnt hvar sem er, innan- og utandyra; vinnusmiðjan MÚV, sem er miðuð að ungu fólki; dansmyndin MÚVÍ, stuttmynd sem er búin til í samvinnu við þátttakendur vinnusmiðjunnar.

Smiðjurnar eru á eftirfarandi tímum og er aðgangur ókeypis

11-13. júní kl. 10-13:00 fyrir 10-15 ára

Fimmtudaginn 12. júní kl. 15:30-17:00  og Föstudaginn 13. júní kl. 15:00-16:30 fyrir allan aldur

Skráning hérna. 

Tékkið á þessu skemmtilega 😉 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s