Berjatínsla

Bláberin breytust í krækiber þar sem við fundum bara 10 bláber 5 skemmd. Þannig að sorry að þið fáið krækiber núna í ár kæru styrktaraðilar en hérna eru nokkrar frábær uppskriftir.

10600646_1538734709695728_7446006571474046673_n

Við viljum þakka Plastiðjunni fyrir þessi flottu box undir berin.

Krækiberjahlaup

1,5 kg. krækiber
1,4 kg. sykur
0,3 kg. vatn
2 pk. Pectínal
Krækiber og vatn soðið og síðan sigtað. Sykrinum bætt í safann og soðið í 10 mín. Pectínal sett út í og soðið í 5 mín. Hellt á krukkur.

Krækiberja-Chutney :
600 gr krækiber
1 rauðlaukur, saxaður
2 ½ cm bútur af engiferrót, rifin
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1-2 epli, afhýdd og söxuð
1 dl vínedik
2 ½ dl púðursykur
1 tsk sinnepsfræ
½ tsk salt
1 dl rúsínur
Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur.

Krækiberjalíkjör:

500 gr krækiber
2 dl hlynsíróp
2-3 dl sykur
1 flaska vodka (750 ml)
Tætið berin sundur í matvinnsluvél og setjið safann í pott ásamt hratinu. Hitið varlega og leysið sykur upp í vökvanum. Takið pottinn af hitanum og hellið vodka út í. Látið standa í 30 mín. Sigtið og setjið á flöskur. Geymið í 2-3 mánuði. Geymist í a.m.k. eitt ár.

Krækiberjaís 
1/2 l rjómi
4 eggjarauður
5 msk sykur
350 ml krækiberjamauk
1/2 sítróna
Rjóminn stífþeyttur.

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman, krækiberjamaukinublandað saman við.
Rjóminn hrærður varlega út í og að síðustu sítrónusafinn. Sett í frysti.

Ef þið lumið á fleiri góðum krækiberjauppskriftum  væri gaman ef þið skellið þeim inn hér að neðan.

10665716_1538734776362388_1151418446416859104_n

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s