Um okkur

LÚR Festival (listahátíð) from Menningarmiðstöðin Edinborg on Vimeo.

LÚR festival er listahátíð ungs fólks sem haldin verður 12.-15. júní á Ísafirði. Blásið verður í norræna hljóðfærið Lur til að setja hátíðina fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum.

Hópur ungmenna á Vestfjörðum á aldrinum 16-26 ára hafa skipulagt hátíðina í Menningarmiðstöðin Edinborg í vetur. Áhersla verður á myndlist, sviðslistir og kvikmyndir. Haldin verður sýning á afrakstri vinnusmiðja þar sem þemað verður tabú. Fáum við góða gesti frá Evrópu en það eru tveir hópar frá Finnlandi og Rúmeníu.

photo.php

Langar þig að vera með á LÚR-fesival?

Boðið verður upp á danssmiðju, myndlistasýningar víða um bæinn, flóamarkað, tískusýningu, kvikmyndasýningar, gjörninga og tónlistaviðburði. Danshópurinn Shär verður með ókeypis danssmiðju fyrir alla, skráning fer fram hér.Hönnunarsmiðja í Netagerðinni á Grænagarði þar sem Magni Guðmundsson netagerðarmaður og Elísabet Gunnarsdóttir munu leiða sköpunar- og framleiðsluferlið og aðstoða þátttakendur, skráning fer fram hér.

Lokahóf LÚR-festival verður laugardaginn 14. júní, þar munu koma fram nokkur lókal bönd og hljómsveitin Mammút. Hátíðin er vímulaus.

Við erum LÚR- Lengst Útí Rassgati en það tekur bara 35 mín að fljúga hingað, hér er gott að vera í faðmi fjalla blárra og bærinn er iðandi af mannlífi. Boðið verður upp á tjaldsvæði miðsvæðis eða á Suðurtanga sem er í göngufæri við miðbæinn.

Sveitafélagið Ísafjarðarbær samanstendur af Ísafjarðarbæ, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Hafa allir staðirnir mikla náttúrufegurð og gömul krúttleg hús. Margskonar afþreyingu má finna á öllum stöðunum, s.s. kayak, gönguferðir, sjóstöng, hestaferðir, skoðunarferðir á söfn ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

LÚR-fesival er styrkt af Menningarráði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ og Evrópu Unga Fólksins.

Hafðu samband við okkur lurfestival@gmail.com

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s